Gary Woodland
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2018 | 20:00

PGA: 9 kylfingar sem þarfnast sárlega sigurs á PGA Tour 2018 (3/3)

Á undanförnum árum höfum við séð leikmenn á PGA Tour, sem hafa risið hratt upp á stjörnuhiminn með sigri og síðan hefir ekkert spurst til þeirra. Eða þeir hafa stöðugt verið nálægt því að sigra en aldrei almennilega tekist að næla í sigurinn.   Það sem sagt er um þá er að þeir þarfnist sigurs sárlega eða „að tími væri kominn á sigur þeirra.“

Kylfingar eins og Kevin Chappell, Pat Perez, Kyle Stanley og Kevin Kisner koma upp í hugann. Þeir eiga það sameiginlegt að sagt var um þá að tími væri kominn á þá (að sigra).

Hér á eftir verður getið fyrstu 3 kylfinga af 9 sem tími er kominn á (umfjöllun um hina 6 birtist í 2 öðrum greinum hér að Golf 1).

Taka verður þó fram um lista þessara 9 kylfinga:

*Enginn sem hefir unnið utan Bandaríkjanna er á listanum. Þó Tommy Fleetwood, Alex Noren, og Tyrell Hatton vanti sárlega sigur á PGA Tour þá sigruðu þeir utan Bandaríkjanna 2016-’17.
• Sigurvegarar 10 eða fleiri móta á PGA Tour geta varla talist sárlega vanta það að sigra. Þannig að þó Jason Day og  Rory McIlroy hafi gengið eyðimerkurgöngu sigurlega séð þá eru góðar líkur á að þeir jafni sig og snúi aftur á sigurpall fyrr eða síðar.
• Engir nýliðar eru í upptalningu þessara 9. Það er aðeins tímaspursmál hvenær „nýju strákarnir á PGA“ slá í gegn; menn eins og t.d. Keith Mitchell eða Peter Uihlein. Titleist erfinginn Uihlein sigraði líka á Web.com Tour í september sl.

En hér verður fjallað um síðustu 3 af 9 (þ.e. nr. 7-9), sem telja verður að tími sé kominn á að sigri á PGA Tour og vonandi er að breyting verði á hjá 2018 (fyrstu 6 hafa þegar verið kynntir):

7 Gary Woodland

Ef þið tölduð að sex 2. sætis árangrar Charles Howell III frá árinu 2007 væri vel af sér vikið þá hefir Woodland tekist að toppa það frá því að hann sigraði síðast árið 2013  á Barracuda Championship. Hann hefir verið í 2. sæti 7 sinnum þ.e. tvívegis á OHL Classic at Mayakoba og á  Honda Classic. Ef þið flettið upp „vantar sárlega sigur“ í orðabók, að því gefnu að það finnist þá sjáið þið að Woodland hefir tekið við af Howell III, sem verandi sá náungi sem kemur sér í sigurstöðu ár eftir ár og ætti að ná a.m.k. einum sigri 2018.

8 Webb Simpson

Eftir sjaldgæft lélegt ár 2016 þá kom Simpson, Opna bandaríska meistarinn aftur árið 2017 og þénaði $3.2 million í 28 mótum. Hann átti m.a. hring upp á  64 á Waste Management Phoenix Open sem kom honum í bráðabana og fór með Hideki Matsuyama á 4. aukaholu þar til hann varð að lúta í lægra haldi. Simpson átti síðan ágætis spretti t.a.m. í  Dean & Deluca Invitational (þar sem hann varð í 5. sæti) og á the Wyndham Championship (þar sem hann varð í 3. sæti), en hann hungrar í 5. sigur sinn á PGA Tour, en síðast vann Simpson 2013 á Shriners.

9 Patrick Reed

2017 keppnistímabil Reed byrjaði ekki vel, hann var bara með einn topp-10 árangur í fyrstu 10 mótum sem hann spilaði í og sá kom á  Kapalua, þar sem aðeins sigurvegarar ársins þar áður á PGA Tour fá að spreyta sig.  Eftir að komast ekki í gegnum niðurskurð 3 sinnum í röð kom Reed sér í gírinn og komst í gegnum niðurskurð í næstu 15 af 16 mótum, sem hann tók þátt í; þar varð hann m.a. T-13 á Opna bandaríska, T-5 á Travelers Championshipog T-2 á PGA Championship. Hver eru bestu rökin að Reed muni sigra 2018? Nú í ár er Ryder Cup ár, og á Ryder Cup árum sigrar Reed; hann vann tvívegis á PGA Tour 2014 og einu sinni 2016 – sléttu tölu árin reynast honum best.  „Captain America“ (viðurnefni Reed) þykir mjög líklegur til að koma með 6. sigur sinn á PGA Tour þar sem hann vill tryggja sér farseðilinn til Frakklands.