Pabbi Lexi verður áfram á pokanum hjá henni
Nú nýlega birtist skemmtilegt viðtal við Lexi í T Magazine sem lesa má HÉR:
Þar kom m.a. fram að Lexi ætli að halda áfram að hafa pabba sinn á pokanum hjá sér, en hér fer lítill hluti af viðtalinu í lauslegri þýðingu:
Sp: Sumum táningum myndi þykja erfitt að þurfa alltaf að fá leiðsögn frá pabba á vellinum. Pabbi þinn segir alltaf að hann sé að hugsa um að setja einhvern annan á pokann hjá þér. Verður hann kaddýinn þinn á næsta ári?
Lexi: Líklega. Okkur hefir komið mun betur saman á golfvellinum að undanförnu. Ég get sagt það. Við rifumst mikið. Nú er allt miklu rólegra.
Sp: Bróðir þinn Nicholas hefir spilað á P.G.A. Tour hinn bróðir þinn Curtis er á golfskólastyrk í L.S.U. Hvernig skýrir þú góðan árangur fjölskyldunnar í golfi?
Lexi: Við búum á golfvellinum, þannig að það hjálpar til. Ég byrjaði í golfi vegna þess að ég sá bræður mína spila, ég var alltaf að horfa á þá. Það var líf mitt. Þegar ég óx úr grasi vorum við alltaf í keppnum t.d. chip eða að hitta eitthvert. Við keppum á vellinum, venjulega upp á peninga núna. Við spilum líklega u.þ.b. 36 holur á degi. Ég elska það.
Sp: Hver eru markmið þín fyrir árið 2012?
Lexi: Að halda áfram að bæta leik minn, að sigra í fleiri mótum og spila til úrslita í risamótum.
Til þess að sjá myndskeið með viðtali sem tekið var eftir að Lexi varð yngst allra til þess að sigra mót á LPGA – þ.e. Navistar Classic aðeins 16 ára, 7 mánaða og 8 daga gömul þann 20. september s.l. smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024