NK: Ólafur Björn Loftsson
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2011 | 18:30

Ólafur Loftsson í 27. sæti á VCU Shoot Out

Ólafur Björn Loftsson, NK, hefir nú nýlokið við að spila lokahring sinn á 2 daga háskólamóti í Bandaríkjunum, VCU Shoot Out.

Spilaðir voru alls 3 hringir á Hermitage Country Club golfvellinum, í Manakin-Sabot, í Virginíu í gær og dag.

Þátttakendur voru 90 frá 15 háskólum .

Ólafur varð T-27, þ.e. deilir 27. sætinu með 5  öðrum.

Ólafur spilaði á samtals +1 yfir pari, þ.e. lauk keppni á samtals 217 höggum (75 70 72).

Sjá úrslit í mótinu með því að smella HÉR: