Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2017 | 17:00

Ólafía Þórunn: þotuþreyta stundum til góðs!

Fyrir nokkrum dögum tvítaði Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir eftirfarandi á Twitter síðu sína:

„It’s not always bad to have jetlag and wake up in the middle of the night 🙈 it got me to create this little beauty yesterday. If you want one let me know!!! ☺️

(Lausleg íslensk þýðing: „Það er ekki alltaf slæmt að vera með þotuþreytu og vakna um miðjar nætur. Það fékk mig til þess að búa til þetta litla, fallega í gær. Ef þið viljið eitt látið mig vita!!!)

Með tvítinu fylgdi meðfylgjandi mynd (sjá fréttaglugga) af því sem Ólafía Þórunn bjó til; Mynd með hvatningarorðum til kylfinga, sem nýtast auðvitað líka í daglegu lífi!  Gott að lesa daglega! Góð hugmynd að jólagjöf hand kylfingnum í lífi þínu og tilvalin leið til að styrkja Ólafíu Þórunni í leiðinni!!!

Meðal þeirra sem líkaði tvít Ólafíu var félagi hennar á LPGA, Sandra Gal, einn besti kvenkylfingur Þýskalands, en hún málar og er líka mjög listræn í sér, líkt og Ólafía Þórunn.