Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2012 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (9. grein af 34): Valentine S. Derrey

Valentine Derrey er 25 ára franskur kylfingur frá París, sem átt hefir sæti í franska landsliðinu frá árinu 2001. Hún er fædd í París 13. júní 1987 og á því sama afmælisdag og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Hún varð ein af 3 stúlkum sem deildu 26. sætinu á Q-school LET í byrjun árs á La Manga golfvellinum á Spáni og hlutu fullan keppnisrétt á LET 2012. Hinar í 26. sæti hafa þegar verið kynntar þ.e. bandarísku stúlkurnar Dawn M. Shockley og Esther Choe.

En Valentine gerir meira en að spila á LET keppnistímabilið 2012 – hún er með spilarétt á LPGA og var ein af „nýju stúlkunum á LPGA“ sem Golf 1 kynnti í vor. Við þá kynningu er í raun ekkert að bæta og má sjá með því að SMELLA HÉR: