Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 13 – Harris English

Nú í kvöld verður byrjað að kynna „nýju“ strákana á PGA Tour sem urðu jafnir í 13. sæti á Q-school PGA Tour í La Quinta í desember á síðasta ári og hafa því keppnisrétt á túrnum 2012. Þessir strákar eru eftirfarandi:

T13 T19 Roberto Castro (NT) -3 F -11 71 71 68 72 70 69 421
T13 T19 William McGirt (NT) -3 F -11 65 73 70 73 71 69 421
T13 T13 Jeff Maggert (NT) -2 F -11 66 72 72 75 66 70 421
T13 T9 Charlie Beljan (NT) -1 F -11 70 73 66 73 68 71 421
T13 T3 Harris English (NT) 2 F -11 68 67 72 70 70 74 421

William McGirt er t.d. ekkert nýr af nálinni og ekki heldur gamla brýnið Jeff Maggert.

Í kvöld verður byrjað á að kynna Harris English. Harris fæddist 23. júlí 1989 í Valdosta, Georgia, í Bandaríkjunum og er því 22 ára.   Harris var í Baylor menntaskólanum  (2003-2007) í Chattanooga, Tennessee, þar sem hann var í forystu að leiða skólalið sitt til titils ríkismeistara öll 4 ár sín þar í golfi. Hann vann einnig einstaklingskeppnina á menntaskólaárum sínum.  Hann var meðal bestu nemenda skólans og á heiðurslista (ens.: honor roll) öll 4 ár sín þar.

Harris útskrifaðist 2011 frá Georgíu háskóla með gráðu í hagfræði. Þessi strákur sem  í dag býr á Sea Island í Georgíu gerðist atvinnumaður útskriftarár sitt, 2011 og fór í Q-school PGA og komst inn í fyrstu tilraun.

Hér má finna ýmsa fróðleiksmola um Harris:

Hann ferðast aldrei án iPodsins síns. Harris er veiðimaður. Fyrsti bíllinn hans var Chevy Tahoe. Harris er stuðningsmaður Atlanta Falcons. Uppáhaldssjónvarpsþáttur hans er „Saved by the Bell,“ og uppáhaldskvikmynd hans er „The Departed.“ Uppáhaldsbókin er One Bullet Away.

Uppáhaldsmatur Harris English eru rófur. Uppáhaldborgir sem hann verðast til eru Chicago og Boston en uppáhaldsfrístaður hans er heimavöllurinn í Sea Island, Georgíu, og the Highlands í Norður-Karólínu.

Honum finnst gaman að fylgjast með „Jeopardy“ í bandarísku sjónvarpi.

Meðal þess sem hann myndi langa til að prófa er fallhlífarstökk, að fljúga F-16 herþotu og keyra um í NASCAR bíl.

Hann og kaddýinn hans hafa komið sér upp skemmtilegum orðasamskiptum sbr. þegar Harris biður kaddýinn sinn um 47° pitching wedge biður hann um „Michael Irvin“ vegna þess að það var númerið á peysunni sem Irvin klæddist þegar hann spilaði fyrir University of Miami.“

Hann notar alltaf 25 cent sem boltamerki frá árinu 1989 til þess að heiðra fæðingarár sitt. Í Q-school voru 25 cent-in frá árinu 1995, en það er árið sem kaddýinn hans útskrifaðist úr menntaskóla (ens. high school).

Uppáhaldkylfingar Harris English eru Davis Love III og Fred Couples.