Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Garrick Porteous (15/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.

Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.

Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.

Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni.

Golf 1 hefir þegar kynnt þá 4, sem rétt sluppu inn á Evróputúrinn og urðu T-25 og þá 8 kylfinga sem deildu 17. sætinu. Nú er komið að því að kynna þá 4, sem deildu 13. sætinu en það eru: Johannes Veerman frá Bandaríkjunum, Garrick Porteous, frá Englandi, Jake McLeod, frá Ástralíu og Marcus Armitage frá Englandi.

Armitage og McLeod hafa þegar verið kynntr og í dag er það „Íslandsvinurinn“ Garrick Porteous, sem verður kynntur en hann lék líkt og hinir 3 áðurgreindu á samtals 14 undir pari, 414 höggum og varð því T-13 (eða uppreiknað í 14. sæti).

Garrick Rennie Porteous fæddist 17. janúar 1990 í Colchester, Englandi og er því 30 ára.

Hann er 1,85 m á hæð og 83 kg.

Porteous spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Tennessee, þar sem hann ávann sér bæði all-conference og all-region heiðursviðurkenningar.

Hann lék með sigurliði Englendinga á European Men´s Challenge Trophy á Hvaleyrinni, árið 2012.

Sigurlið Englendinga á European Men´s Challenge Trophy á Hvaleyrinni 2012

Porteous sigraði sama ár, í The Amateur Championship, þar sem hann hafði betur gegn Toni Hakula 6 & 5.

Með þessum sigri ávann hann sér þátttökurétt í 3 risamótum: Opna breska 2013; Opna bandaríska 2014 og Masters 2014, að því tilskyldu að hann héldi áhugamanns status sínum, sem hann varðandi tvö mótanna; Opna breska og Masters. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á hvorugu risamótanna. Hann tók einnig þátt í Opna breska 2019, en komst enn ekki í gegnum niðurskuðr.

Á góðum áhugamannsferli sínum varð hann einnig í 2. sæti á Welsh Strokeplay Championship árið 2013.

Porteous gerðist atvinnumaður sumarið 2014 og var fyrsta atvinnumannsmót, sem hann spilaði í Maybank Malaysian Open.

Hann lék ekki í Opna bandaríska. Síðan þá hefir hann mestmegnis spilað á Áskorendamótaröð Evrópu.

Í júlí 2017 sigraði hann á fyrsta og eina móti sínu á Áskorendamótaröðinni til þessa Prague Golf Challenge.

Besti árangur hans fram að því var T-2 árangur á Red Sea Egyptian Challenge.

Nú er Porteous kominn á Evróputúrinn eftir 14. sætið á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina 2020, s.s. áður segir.

Sjá má heimasíðu Porteous með því að SMELLA HÉR: