Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2018 | 19:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst varð T-4 í Svíþjóð!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur úr GR tók þátt í OnePartnerGroup Open, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fór fram í Knistad Golf & Country Club, í Skövde, Svíþjóð, dagana 8.-10. ágúst og lauk í gær.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 8 undir pari, 136 höggum (71 65 72) og varð T-4.

Guðmundur Ágúst lék 2. hringinn á 7 undir pari, 65 glæsihöggum, skilaði hreinu skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum. Stórglæsilegt!!!  Lokahringinn lék Guðmundur Ágúst hins vegar á pari. Flott spilamennska þetta!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á OnePartnerGroup Open  SMELLIÐ HÉR: