Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2011 | 07:00

Nökkvi Gunnarsson, NK, sigraði í 4. móti OGA í Flórída

Nökkvi Gunnarsson, NK, tekur nú þátt í Open Golf America (skammst.: OGA) mótaröðinni í Flórída, þar sem m.a. taka þátt núverandi og fyrrverandi kylfingar á sterkustu mótaröð heims, bandaríska PGA.  Í gær sigraði Nökkvi á 4. mótinu, sem hann tók þátt í, en spilað var á Metro West golfvellinum hjá Orlando. Sjá má myndir af gullfallegum (en jafnframt erfiðum) golfvellinum á heimasíðu Metro West með því að smella HÉR: 

Einvígismeistarinn á Nesinu 2011 (Nökkvi Gunnarsson) kom inn á frábæru 69 högga skori. Fyrir gærdaginn hafði Nökkvi spilað á 3 mótum OGA og gengið vel – varð í 3., 6. og 4. sæti. Eftir sigurinn skrifaði Nökkvi m.a. á Facebook síðu sína:

„Fyrsti sigurinn á erlendri grundu sem atvinnumaður í höfn. 69 högg á Metro West dugði til eins höggs sigurs. Draumar rætast.”

Golf 1 óskar Nökkva innilega til hamingju með sigurinn!

Til þess að sjá úrslit á OGA smellið HÉR: