Nökkvi Gunnarsson, NK, sigraði í 4. móti OGA í Flórída
Nökkvi Gunnarsson, NK, tekur nú þátt í Open Golf America (skammst.: OGA) mótaröðinni í Flórída, þar sem m.a. taka þátt núverandi og fyrrverandi kylfingar á sterkustu mótaröð heims, bandaríska PGA. Í gær sigraði Nökkvi á 4. mótinu, sem hann tók þátt í, en spilað var á Metro West golfvellinum hjá Orlando. Sjá má myndir af gullfallegum (en jafnframt erfiðum) golfvellinum á heimasíðu Metro West með því að smella HÉR:
Einvígismeistarinn á Nesinu 2011 (Nökkvi Gunnarsson) kom inn á frábæru 69 högga skori. Fyrir gærdaginn hafði Nökkvi spilað á 3 mótum OGA og gengið vel – varð í 3., 6. og 4. sæti. Eftir sigurinn skrifaði Nökkvi m.a. á Facebook síðu sína:
„Fyrsti sigurinn á erlendri grundu sem atvinnumaður í höfn. 69 högg á Metro West dugði til eins höggs sigurs. Draumar rætast.”
Golf 1 óskar Nökkva innilega til hamingju með sigurinn!
Til þess að sjá úrslit á OGA smellið HÉR:
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023