Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2018 | 03:00

Nike gerir samninga við Kim, Noren, Reed, Westwood og Wood

Nú er sá árstími þar sem golfútbúnaðarfyrirtækin endurnýja auglýsingasamninga við kylfinga.

Nike er nýjasta fyrirtækið sem tilkynnir hverjir munu njóta þeirra forréttinda að auglýsa vörur fyrirtækisins.

Nike kynnti 5 kylfinga sem munu skarta Nike útbúnaði að mismunandi miklu leyti þó.

Þessir 5 kylfingar eru:

Patrick Reed – 5 PGA Tour sigrar, 1 sigur á Evrópumótaröðinni

Alex Noren – 9 sigrar á Evrópumótaröðinni

Chris Wood – 4 sigrar á Evrópumótaröðinni

Lee Westwood – 23 sigrar á Evrópumótaröðinni, 2 PGA Tour sigrar

Si Woo Kim – 2 PGA Tour sigrar

Westwood og Kim munu aðeins auglýsa golfskó Nike og klæðast þeim.

Síðar á árinu munu tveir aðrir fremur óþekktir kylfingar njóta góðs af samningi við Nike en það eru Cameron Champ og Jimmy Stanger.