
NGL: Haraldur Franklín T-13 e. 2. dag Camiral Golf&Wellness meistaramótinu
Haraldur Franklín Magnús var sá eini af fimm íslenskum kylfingum, sem komst í gegnum niðurskurð á Camiral Golf & Wellness Championship, en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni (skammst.: NGL).
Mótið stendur dagana 2.-4. mars 2023 og fer fram á tveimur völlum á PGA Catalunya golfsvæðinu rétt við borgina Girona, á Spáni.
Keppnisvellirnir eru: Stadium Course, sem er par 72 og Tour Course, sem er par 71.
Haraldur Franklín er búinn að spila á samtals 3 undir pari, 140 högg (68 72) nú eftir 2. dag.
Sjá má stöðuna að öðru leyti á Camiral Golf & Wellness Championship eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR:
Á Nordic Golf League mótaröðinni gefst tækifæri til þess að komast inn á Challenge Tour, Áskorendamótaröðina, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson hafa allir komist inn á þá mótaröð með góðum árangri á Nordic Golf League mótaröðinni.
Fimm efstu á stigalista Nordic Golf League í lok tímabilsins fá keppnisrétt á Challenge Tour – og einnig er hægt að tryggja sér keppnisrétt á þeirri mótaröð með því að sigra á þremur eða fleiri mótum á Nordic Golf League. Þeir keppendur sem enda í sætum 6-10 á stigalista mótaraðarinnar fá takmarkaðan keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023