Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2011 | 16:00

Myndasería og úrslit: Ögmundur sigraði á Nóvembermóti Golfklúbbs Selfoss (GOS)

Það var frábært golfveður á Svarfhólsvelli þeirra Selfyssinga í dag, 12. nóvember 2011. Það er með ólíkindum að enn skuli vera hægt að spila golf.  Svarfhólsvöllur var nokkuð blautur en merkilega góður miður við árstíð. Því voru golfsettin drifin fram og 23 keppendur borguðu 500 í peningapott, sem sigurvegarinn hlaut síðan allan til eignar. Alls voru 20 karlar sem tóku þátt og 3 konur. Sigurvegari Nóvembermóts GOS var Ögmundur Kristjánsson, GOS og hlýtur hann í verðlaun kr. 11.500,-

Helstu úrslit í mótinu urðu annars þessi:

1. sæti Ögmundur Kristjánsson, GOS, 45 pkt.

2. sæti Axel Óli Ægisson, GOS, 39 pkt.

3. sæti Hjalti Sigurðsson, GOS, 37 pkt.

4. sæti Jón Gíslason, GOS, 37 pkt.

5. sæti Magnús Kári Jónsson, 36 pkt.

Til þess að sjá myndaseríu úr mótinu smellið hér: MYNDASERÍA FRÁ NÓVEMBERMÓTI Á SVARFHÓLSVELLI