Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2011 | 18:00

Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfsumarið – Vormót Hafnarfjarðar 2011, 28. maí 2011

Vormót Hafnafjarðar fór fram laugardaginn 28. maí á þessu ári í frekar „bland í poka “ veðri.  Það var ágætt veður framan af, þ.e. hann hékk þurr, en það fór að rigna eftir hádegið. Spilaður var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf.  Veitt voru verðlaun bæði í karla- og kvennaflokki í höggleiknum og fyrir efstu 5 sætin í punktakeppninni. Eins voru veitt nándarverðlaun á par-3 brautum og dregið úr fjölda skorkorta í mótslok.

Þátttakendur voru 130 þar af 11 konur.

Til þess að sjá myndir frá Vormóti Hafnarfjarðar smellið hér: MYNDASERÍA ÚR VORMÓTI HAFNARFJARÐAR

Helstu úrslit í Vormóti Hafnarfjarðar urðu eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar í kvennaflokki:
Anna Sólveig Snorradóttir, GK, 79 högg. Hún hlaut í verðlaun 35.000 krónu gjafabréf.

Höggleikur án forgjafar í karlaflokki:

Rúnar Geir Gunnarsson, NK, 70 högg. Hann hlaut í verðlaun 35.000 krónu gjafabréf.
Punktakeppni:
– 1.sæti Orri  Sturluson, GK, 44 pkt. Hann hlaut gjafabréf að verðmæti 35.000 krónur.
– 2.sæti Kristján V. Kristjánsson, GK, 40 pkt. Hann hlaut gjafabréf að verðmæti 25.000 krónur.
– 3.sæti Albert Guðmundsson, GK, 39 pkt. Hann hlaut gjafabréf að verðmæti 20.000 krónur.
– 4.sæti Atli Stefán Einarsson, GK, 38 pkt. Hann hlaut gjafabréf að verðmæti 10.000 krónur.
– 5.sæti Gunnar Ari Kristjánsson, GK, 38 pkt. Hann hlaut gjafabréf að verðmæti 10.000 krónur.