Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2011 | 16:00

Myndasería: Cadiz Cup 2011 í Arcos Gardens á Spáni

Nú í ár bauð Ferðamálaráð Cadiz á Spáni, golfferðaskrifstofum, sem bjóða upp á golfferðir á vellina í kringum Cadiz, sem og golffréttamönnum á Cadiz Cup. Þetta mót, Cadiz Cup hefir verið haldið óslitið allar götur frá árinu 2005. Cadiz Cup er boðsmót, og að þessu sinni var það haldið á Arcos Gardens golfvellinum, 5. maí 2011. Ferðaskrifstofan Heimsferðir og Golf1.is voru fulltrúar Íslands, þ.e. var boðin þátttaka í  3 daga ferð, þar sem m.a. var boðið upp á Flamenco dans, sem er stór þáttur í menningu Cadiz og reyndar alls Andaluciuhéraðs, sem og spil á nokkrum helstu golfvöllum Cadiz alla 3 dagana. Hápunktur ferðarinnar var síðan Cadiz Cup boðsmótið, sem fram fór á hinum ægifagra Arcos Gardens golfvelli. Frá golfvellinum er m.a. eitt fallegasta útsýni yfir „hvíta bæinn“ Arcos de la Frontiera (sjá myndaseríu).

Þetta var kært tækifæri til þess að stækka tengslanetið og kynnast starfsbræðrum og systrum um alla Evrópu, sem öll starfa við að skrifa um golf og hafa breiða þekkingu á kylfingum og golfíþróttinni almennt, eigendum og framkvæmdastjórum ferðaskrifstofa, víðsvegar um Evrópu, sem bjóða upp á golfferðir til Cadiz og völdum framkvæmdastjórum golfvalla í Cadiz, sem einnig var boðinn þátttaka í mótinu.  Hér á Golf1 mun á næstu dögum birtast kynning á öllum helstu golfvöllum Cadiz á Costa de la Luz á Spáni, (golfvöllum, sem eru mörgum íslenskum kylfingum að góðu kunn) sem og 7 viðtöl sem tekin voru við nokkra þátttakendur og verðlaunahafa á  Cadiz Cup í ár  og birtist fyrsta viðtalið hér á eftir.

Hér má sjá myndir frá Arcos Gardens og Cadiz Cup 2011