Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2020 | 07:00

Morikawa sigraði á PGA Championship

Covid-19 hefir svo sannarlega sett heiminn á annan endann árið 2020 … með ýmsum afleiðingum.

Ein þessara afleiðinga er s.s. flestir golfáhangenda vita, sú staðreynd að fyrsta risamót ársins 2020 er PGA Championship, en ekki Masters eins og þegar allt er eðlilegt.

PGA Championship risamótinu lauk í gær með sigri hins 23 ára bandaríska kylfings Collin Morikawa.

Morikawa er sá 3. yngsti til þess að sigra á PGA Championship en aðrir 23 ára sem sigrað hafa mótið eru:

1 sæti 23 ára 101 dags ungur Rory McIlroy (2012)

2 sæti 23 ára 182 daga ungur  Jack Nicklaus (1963)

3 sæti 23 ára 185 daga ungur Collin Morikawa (2020)

4 sæti 23 ára 229 daga ungur Tiger Woods (1999)

Sigurskor Morikawa var 13 undir pari.

Öðru sætinu deildu þeir Paul Casey og Dustin Johnson 11 undir pari, hvor.

Tiger Woods rétt komst í gegnum niðurskurð og varð T-37 á samtals 1 undir pari. Því skyldi ekki gleyma að Tiger verður 45 ára nú í ár og er því u.þ.b. helmingi eldri en sigurvegari mótsins.

Sjá má öll úrslit úr PGA Championship með því að SMELLA HÉR: