
Morgan Pressel leggur sitt af mörkum til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini
Í Flórída í Bandaríkjunum hefir baráttan gegn brjóstakrabbameini sjaldan verið jafnbragðgóð. Bakarís-keðja í Flórida, Panera Bread, ákvað nefnilega að leggja sitt af mörkum til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini og bakaði nammilegar beyglur, fylltar með kirsuberjaflögum, þurrkuðum kirsuberjum, vanillu, hunangi og púðursykri í sömu lögun og bleika slaufan er í. Um 10% af söluandvirði beyglnanna fara til bleiku slaufu átaksins í Bandaríkjunum.
Beylurnar renna út eins og… ja eins og þær gómsætu beyglur sem þær eru… en ekki skemmir fyrir að LPGA leikmaðurinn og ein helsta stjarna í liði Bandaríkjanna á Solheim Cup, Morgan Pressel var fengin til að afgreiða beyglurnar í bakaríi Panera í Boca Raton, í Flórída. Morgan var aðeins 15 ára, þegar hún missti móður sína úr brjóstakrabbameini. Þetta er sannkallað klassaframtak hjá Morgan!
Þess mætti geta að Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir fjáröflunarátaki með sölu á bleikum slaufum. Hver slaufa kostar 1.500,- og rennur andvirðið til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini. Endilega styrkið gott málefni, líkt og Morgan! Munið líka eftir að taka „bleikan” leigubíl á djamminu í kvöld, sem og aðra daga októbermánaðar, en leigubílstjórar hérlendis eru líka að styðja þetta góða málefni, með því að láta hluta af fargjaldinu renna til Krabbameinsfélagsins.
Heimild: LPGA (að hluta)
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023