Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2011 | 09:00

Monty með golfkennslustund í Óman

 
MUSCAT: HSBC Oman bauð Colin Montgomery velkominn á Corporate Golf Day sinn, sem fram fór í Muscat Hills Golf and Country Club.
Á þessum frábæra degi, þar sem gestgjafi var fréttamaður BBC Radio 5 Live, Ian Carter, hlutu 21 af viðskiptavinum HSBC kennslustund í hvernig bæta á púttin sem og einkakennslustund hjá Monty og eftir á fór fram  Shot Gun mót.
Eftir verðlaunaafhendinguna yfir léttum hádegisverði gafst boðskylfingunum færi á að spyrja Colin spjörunum úr, en þar fór Colin á kostum gaf góð ráð og skemmti gestum með golfskemmtisögum.
Hann bar m.a. saman golf og viðskipti þegar hann benti á að golf væri leikur hugvitsins og lykillinn til þess að sigra lægi í strategíunni hvernig menn nálguðust völlinn.Að setja sér raunhæf markmið og vinna að þeim af skuldbindingu, einbeitingu og staðfestu hélt Colin að væri lykillinn að því að ná glæsilegum árangri bæði í íþróttum og viðskiptum.Ewan Stirling, yfirmaður HSBC Oman sagði: „Þetta hefir verið frábær dagur og ég er viss um að allir gestir okkar hafa grætt á ráðum og einkatímum sem þeir hafa fengið hjá Colin Montgomery.
Þetta var frábært tækifæri til þess að heilsa upp á tengslanet viðskiptavina okkar í afslöppuðu og skemmtilegu umhverfi og það er hluti af skuldbindingu okkar að sjá bestu viðskiptavinum okkar fyrir forréttindameðferð og umbuna þeim.“
HSBC býður viðskiptavinum sínum m.a. á HSBC Abu Dhabi Golf Championship, sem fer fram 26.-29. janúar 2012.
Í mótinu eru risar golfíþróttarinnar og líklega er þar sterkasta samsetning kylfinga, sem sést hefir í móti í Mið-Austurlöndum – en meðal frægra þátttakenda er sjálfur Tiger Woods.
Heimild: Times of Oman