Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2012 | 17:30

Mesta eftirsjá stórkylfinga: (4. grein af 20) Gary Player

Suður-afríska golfgoðsögnin Gary Player er e.t.v. sá kylfingur sem ferðast hefir mest allra af samtímamönnum sínum þ.e. þeim sem eru/voru atvinnukylfingar.  Hann hefir sigrað í 165 mótum á 6 áratugum í 6 heimsálfum. Skyldi hann sjá eftir einhverju á löngum ferli sínum?

Gefum Gary Player orðið: „Ég myndi hafa viljað lifa lífi þar sem ég hefði getað varið meiri tíma með börnum mínum og barnabörnum. Ég hef lifað mestallt líf mitt á ferðalagi um heiminn. Líf atvinnukylfings – sértaklega raunverulegs alþjóða kylfings fellur ekki sérlega vel að fjölskyldulífi. Maður er í raun hálfgerður tatari á stöðugu flakki. Það er nokkur eftirsjá bundin því, en ég er ekki viss um að ég myndi biðja um mulligan, vegna þess að ég ólst upp í fátækt, var fátækur strákur og svo þakklátur fyrir þau tækifæri sem golfið gaf mér. Maður verður bara að muna að maður getur ekki fengið allt.