
LPGA: Yani Tseng leiðir á Hana Bank-mótinu í Incheon eftir 1. dag
Yani Tseng lék eins og heimsins besti kylfingur (sem hún er skv. Rolex-listanum) á LPGA Hana Bank Championship, sem fram fer nú um helgina í Sky 72 Golf Club í Incheon í Suður-Kóreu. Yani kom inn á 65 höggum.
Yani fékk 10 fugla og 3 skolla og á eitt högg á Chellu Choi, sem er í 2. sæti.
Sú sem á titil að verja heimakonan Na Yeon Choi deilir 3. sætinu með þýska fyrrum W-7 módelinu og Solheim Cup liðsmanni Evrópu, Söndru Gal. Þær eru báðar á -5 undir pari.
Meðal 6 stúlkna sem deila 5. sætinu eru Paula Creamer og Sophie Gustafsson – hinar eru allt heimakonur Meena Lee, Hee Young Park, Jimin Kang og Mi Hyun Kim.
„Tempóið var ekki nógu gott hjá mér í byrjun,” sagði Tseng. „ég reyndi að finna út hvað væri að sveiflunni hjá mér.” Þegar hún var búin að gera upp við sig hvað væri að, setti hún niður 7 fugla á 11 næstu holum sínum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Hana Bank, smellið HÉR:
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska