Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2012 | 10:00

LPGA: Yani Tseng efst á CN Canadian Women´s Open eftir 1. dag

Í gær hófst í The Vancouver Golf Club í Coquitlam, BC, CN Canadian Women´s Open.

Yani Tseng, nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, er komin aftur á kunnuglegar slóðir…. í 1. sætið, eftir fremur slakt gengi í sumar þar sem hún hefir ekki komist í gegnum hvern niðurskurðinn á fætur öðrum.  Yani spilaði í gær á 6 undir pari, 66 höggum og er í 1. sæti.

Fast á hæla hennar er NY þ.e. Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. á 5 undir pari, 67 höggum.

Sú sem á titil að verja er bandaríska stúlkan Brittany Lincicome.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: