
LPGA: Wie í holli með Ko á Ricoh Women´s British Open
Michelle Wie mun spila í fyrsta sinn í holli með nýliðanum eldklára, Lydíu Ko frá Nýja-Sjálandi á Women’s British Open, risamótinu, sem hefst á morgun.
Það er erfitt að hugsa um Wie sem gamla í hettunni, aðeins 22 ára en hún hefir þegar spilað í 30 risamótum.
Hin 15 ára Ko er hins vegar að taka þátt í fyrsta sinn í risamóti, en hún sló nú nýlega aldursmet á LPGA Tour, þegar hún varð yngst til að sigra á LPGA móti.
Wie grínaðist með það að Ko léti henni líða eins og „gamalli 80´s rokk stjörnu.“
Ko hefir sagt að Wie hafi ávallt verið fyrirmynd sín og hvatning, en Wie hafði eftirfarandi að segja: „Ég hef ekki hitt hana enn. Mér myndi þykja það gaman og vonandi fæ ég að spila með henni.“
„Ég virði hana fyrir að sigra – hún er virkilega góð.“
Aðspurð um hvaða ráð hún hefði handa Ko bætti Wie við: „Fólk hefir háar væntingar, en þær eru þær sömu og þú gerir til sjálfrar þín. Spilaðu fyrir sjálfa þig ekki spila fyrir einhvern annan. Þetta er þinn leikur, þitt líf og þín þrá. Skemmtu þér og gerðu þitt besta – þetta er bara leikur eftir allta saman.“
Ferill Wie byrjaði eins og í ævintýri. Hún varð 9. á fyrsta risamóti sínu 13 ára en hún varð að bíða þar til hún varð 20 ára til þess að sigra loks á LPGA, eftir að hafa spilað með körlunum á PGA sem vakti eftirtekt en gerði ekkert fyrir leik hennar.
Á þessu keppnistímabili hefir Wie ekkert gengið sérlega vel. Hún hefir aðeins 1 sinni orðið meðal efstu 10.
„Þetta hefir verið erfitt ár fyrir mig, en það hefir líka margt jákvætt gerst,“ sagði Wie.
„Og það verður gaman þessa viku. Linksari er góð aðferð til að hrista upp í öllum sérstaklega ef vindurinn blæs með 20 mílna hraða á klst.“
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024