Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2018 | 07:00

LPGA: Valdís Þóra á +2 e. 3. dag á Opna ástralska

Valdís Þóra Jónsdóttir ,atvinnukylfingur úr GL, lék á 2 yfir pari, 74 höggum á þriðja hringnum á ISPS Handa Women´s Australian Open mótinu á LPGA mótaröðinni í Adelaide, Ástralíu.

Valdís Þóra er T-50 (þ.e. jöfn öðrum í 50.-61. sæti) fyrir lokahringinn.

Hún var í 34. sæti þegar keppni var hálfnuð; en engu að síður en 50. sæti frábær árangur þar eð Valdís Þóra er að keppa á móti allra bestu kvenkylfingum heims.

Valdís Þóra byrjaði vel á þriðja hringnum og var á -3 eftir fjórar holur. Hún lék fyrri 9 holurnar á pari þar sem hún fékk einn skolla (+1) og einn skramba (+2).

Á síðari 9 holunum fékk Valdís einn skramba (+2), tvo skolla (+1) og tvo fugla (-1). Býsna skrautlegt skorkortið hennar Valdísar eftir 3. hring!

Jin Young Ko er efst á mótinu á -10 samtals.

Sjá má stöðuna á ISPS Handa Women´s Australian Open með því að SMELLA HÉR: