Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2012 | 03:30

LPGA: Tseng, Hedwall og Oh í 1. sæti eftir 1. dag Kia Classic

Í kvöld og nótt var fyrsti hringurinn á Kia Classic spilaður í Carlsbad, Kaliforníu. Eftir 1. dag er það að venju nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Yani Tseng, sem komin er í 1. sæti mótsins, en því sæti deilir hún reyndar með Caroline Hedwall og suður-kóreanskri stúlku, Ji Young Oh. Allar spiluðu forystukonurnar á -5 undir pari 67 höggum.

Fjórða sætinu deila 4 stúlkur 1 höggi á eftir forystunni, á – 4 undir pari, 68 höggum  en það eru:  Suzann Pettersen, frá Noregi; Brittany Lincicome og Jennifer Johnson frá Bandaríkjunum og fyrrun nr. 1 í heiminum Jiyai Shin, sem landað hefir sætum meðal efstu 5 á mótum að undanförnu.

Sandra Gal frá Þýskalandi, sem á titil að verja  deilir 26. sætinu á sléttu pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Kia Classic smellið HÉR: