Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2013 | 09:00

LPGA: Stacy Lewis sigraði á HSBC Women´s Champions 2013 í morgun

Það var Stacy Lewis frá Bandaríkjunum sem stóð uppi sem sigurvegari á HSBC Women´s Champions 2013, á Serapong golfvelli Sentosa golfstaðarins í Singapúr í morgun.

Lewis spilaði á samtals 15 undir pari, 273 höggum (67 66 69 71). Í dag á lokahringnum átti hún sinn slakasta hring í mótinu, fékk 3 skolla, sem hún tók aftur með 1 erni og 2 fuglum og lauk því mótinu á 1 undir pari. Fyrir sigurinn hlaut Lewis tékka upp á $ 210.000,- (u.þ.b. 25 milljónir íslenskra króna).

Í 2. sæti varð Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu aðeins 1 höggi á eftir Lewis.  Í 3. sæti varð svo Paula Creamer, sem spilaði í mótinu þrátt fyrir eymsli í háls og hnakka, sem hún hlaut í 5 bíla árekstri á hraðbraut í Thaílandi.  Hún varð  enn öðru höggi á eftir á  samtals 14 undir pari, 275 höggum.  Í 4. sæti varð svo Ariya Jutanugarn, frá Thaílandi, á samtals 10 undir pari 279 höggum.

Staða nokkurra annara áhugaverðra keppenda er eftirfarandi:  Jessica Korda varð í 5. sæti ásamt 2 öðrum á samtals 9 undir pari og Lexi Thompson deildi 8. sætinu ásamt Chellu Choi á samtals 8 undir pari. Skoski kylfingurinn Catriona Matthew deildi 10. sætinu ásamt 2 öðrum á 7 undir pari og Lizette Salas varð ein í 13. sætinu á 6 undir pari.

Yani Tseng nr. 1 á heimslistanum varð T-28 á samtals 2 undir pari og verður að fara að gæta sín að falla ekki úr 1. sæti heimslistans en sigurvegarinn á þessu móti, Stacy Lewis knýr svo sannarlega dyra og gerir tilkall til sætisins.

Til þess að sjá úrslitin í heild SMELLIÐ HÉR: