Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2019 | 08:00

LPGA: Sigur hjá Clanton & Suwannapura!

Það voru þær Cydney Clanton frá Bandaríkjunum og Jasmine Suwannapura frá Thaílandi sem sigruðu í Dow Great Lakes liðakeppninni, móti vikunnar á LPGA.

Sigurskor þeirra var samtals 27 undir pari, 253 högg (67 64 63 59).

Í 2. sæti heilum 6 höggum á eftir á samtals 21 undir pari voru þær Minjee Lee og Ji Young Ko.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir og Cheyenne Woods tóku þátt en komust ekki í gegnum niðurskurð.

Sjá má lokastöðuna á Dow Great Lakes með því að SMELLA HÉR: