Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2016 | 08:00

LPGA: Sei Young Kim efst e. 2. dag

Það er Sei Young Kim frá Suður-Kóreu sem er efst eftir 2. dag á JTBC Founders Cup.

Kim er búin að spila á samtals 15 undir pari, 129 höggum (63 66).

Sú sem var efst eftir 1. dag, Mi Hyang Lee datt niður í T-25 eftir að hafa staðið sig svo vel með hring upp á 62 fyrsta daginn, en hún var á 75 á 2. degi – Vantar stöðugleikann!

Í 2. sæti er bandaríski kylfingurinn Brittany Lang á samtals 13 undir pari (63 68).

Til þess að sjá hápunkta á 2. degi JTBD Founders Cup SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á JTBC Founders Cup SMELLIÐ HÉR: