Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2012 | 12:38

LPGA: Na Yeon Choi í efsta sæti fyrir lokahring US Women´s Open

Það er Na Yeon Choi (oft kölluð NY eins og stórborgin) frá Suður-Kóreu, sem er í forystu fyrir lokahring US Women´s Open risamótsins, sem spilaður verður í kvöld. NY er komin með afgerandi forystu, er á samtals 8 undir pari 208 höggum samtals (71 72 65) og munar þar mestu um frábæran hring hennar í gær upp á 65 högg, sem er heilum 7 undir pari. Á hringnum góða fékk NY 8 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti er er landa hennar Amy Yang, 6 höggum á eftir NY og þriðja sætinu deila Sandra Gal frá Þýskalandi, hin bandaríska Lexi Thompson og Mika Miyazato frá Japan, sem enn bíður eftir 1. sigri sínum á LPGA.

Til þess að sjá stöðuna á US Women´s Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: