LPGA: Lydia Ko vann sögulegan sigur á CN Canadian Women´s Open
Lydia Ko, frá Nýja-Sjálandi setti í gær nýtt aldursmet á LPGA, þ.e. varð yngst til að sigra mót á LPGA. Fyrra metið er aðeins ársgamalt og það setti Lexi Thompson á Navistar LPGA Classic í Alabama 18. september á s.l. ári. Lexi var 16 ára 7 mánaða og 8 daga gömul þegar hún vann mótið. Lydia bætti það met um rúmt ár því hún var 15 ára, 4 mánaða og 2 daga þegar hún vann CN Canadian Women´s Open í gær.
Eins er Ko fyrsti áhugamaðurinn til þess að sigra í móti LPGA frá því að JoAnne Carner sigraði árið 1969 á Burdine´s Invitational.
„Að slá annað met og vera hluti af sögunni er æðislegt og það er alltaf frábært að spila með atvinnumönnunum.“
„Á síðustu holunum var þetta svolítið stressandi, en Stacy Lewis sagði við mig eftir fuglinn sem ég fékk á 15.; hún sagði: „Þú veist að þú getur þetta.“ Það var virkilega frábært að annar leikmaður sem ég lít svo mikið upp til skuli hvetja mig svona mikið. Þannig að þetta var virklega frábært,“ sagði Ko.
En… hún hefir engin áform um að gerast atvinnumaður í bráð og gat því ekki tekið við 48 milljóna króna sigurlaunum í gær.
„Ég mun halda áfram að vera áhugamaður, klára menntaskólann og síðan fara í háskóla,“ sagði Ko, sem minntist á að sig langaði í Stanford (sama háskóla og Michelle Wie og Tiger Woods stunduðu nám við) „Ég meina þetta er frábær sigur, en ég held ekki að hann breyti rótum ferils míns.“
Sigurskor Lydíu Ko á CN Canadian Women´s Open var 13 undir pari, 275 högg (68 68 72 67) og sigurinn var sannfærandi því hún átti 3 högg á þá sem næst kom, Inbee Park, sem var á 10 undir pari, 278 höggum (68 71 70 69). Inbee Park hlaut sigurtékkann að upphæð $ 300.000,- sem eiginlega hefði átt að falla sigurvegaranum, Lydiu Ko, í skaut.
Til þess að sjá úrslitin á CN Canadian Women´s Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024