Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2012 | 12:00

LPGA: Lydía Ko ein í forystu fyrir lokadag CN Canadian Women´s Open – myndasería

Það er 15 ára telpa frá Nýja-Sjálandi,  Lydía Ko, sem er í forystu á fyrir lokadag CN Canadian Women´s Open. Takist henni að sigra í dag verður hún sú yngsta sem sigrað hefir á móti á LPGA.  Lydía hefir spilað á samtals 8 undir pari, (68 68 72).

Forysta Ko er naum því á hæla hennar koma hin bandaríska Stacy Lewis og 3 frá Suður-Kóreu: Jiyai Shin, Chella Choi og Inbee Park, allar á 7 undir pari, samtals, hver.

Í sjötta sæti eru næst tvær bandarískar Moira Dunn og Sydnee Michaels  á samtals 5 undir pari, hvor.

Sjá má myndir frá CN Canadian Women´s Open mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á CN Canadian Women´s Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: