Stacy Lewis
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2011 | 15:00

LPGA: Lewis og Lang leiða á Sime Darby þegar mótið er hálfnað

Það eru bandarísku stúlkurnar Brittany Lewis og Stacy Lang sem leiða þegar LPGA Sime Darby mótið í Malasíu er hálfnað.  Þær stöllur eru báðar búnar að spila á samtals -9 undir pari, þ.e. 133 höggum; Brittany (66 67) og Stacy (68 65).

Na Yeon Choi og Dewi Claire Schreefel deila 3. sætinu eru 1 höggi á eftir forystukonunum.

Í 5. sæti er Azahara Munoz og 6. sætinu deila nr. 1 í heimi Yani Tseng, Michelle Wie og IK Kim.

Hér má sjá stöðuna á mótinu eftir 2. dag: SIME DARBY MALASÍA