Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2016 | 08:00

LPGA: Lee á 62 e. 1. dag JTBC Founders Cup

Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu átti glæsiskor á JTBC Founders Cup á 1. hring.

Hún kom í hús á glæsiskori, 10 undir pari, 62 höggum á hring þar sem hún fékk 8 fugla og örn.

Þ.á.m. átti Lee 6 fugla í röð frá 13.-18. braut.

Annars eru skorin frekar lág í mótinu.

Í 2. sæti eru landa Lee, Sei Young Kim og bandaríski kylfingurinn Brittany Lang, báðar á 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á JTBC Founders Cup e. 1. dag SMELLIÐ HÉR: