Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2021 | 08:00

LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC

Fyrsta mót 2021 tímabilsins hófst í gær, en það er Diamond Resorts Tournament of Champions, þar sem einvörðungu sigurvegarar síðasta árs á LPGA mótaröðinni hafa keppnisrétt.

Bandaríski kylfingurinn Danielle Kang leiðir eftir 1. dag, en hún lék á 7 undir pari, 64 höggum.

Kang hlaut Vare Trophy á sl. ári fyrir að vera með lægsta meðalskor kvenna – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: 

Kang, 28, ára hefir í beltinu 5 sigra á LPGA, þar af komu 2 á síðasta ári, þ.á.m einnig fyrsti risamótssigur hennar á KPMG Women´s PGA Championship

Öðru sætinu deila Gaby Lopez frá Mexíkó og Korda-systur, Nelly og Jessica, aðeins 1 höggi á eftir Kang.

Sjá má stöðuna á Diamond Resorts TOC með því að SMELLA HÉR: