Azahara Muñoz
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2013 | 07:45

LPGA: Aza Muñoz leiðir á HSBC Women´s Champions í Singapúr eftir 1. dag

Spænski kylfingurinn Azahara Muñoz skilaði inn skorkorti upp á 7 undir pari 65 högg og er með 2 högga forystu eftir 1. hring HSBC Women’s Champions, en mótið hófst á Serapong golfvelli, Sentosa golfklúbbsins í Singpúr í morgun.

Fimmfaldur LPGA-sigurvegarinn Stacy Lewis er meðal 5 kylfinga sem deila 2. sætinu á 5 undir pari, 67 höggum.  Hinar eru: Pornanong Phatlum, Sun Young Yoo, Lizette Salas og Karin Sjödin.

Heimsins besta, Yani Tseng, Chella Choi og harðjaxlinn Paula Creamer, sem er enn með whip-lash eymsli eftir árekstur 5 bíla sem hún slapp úr með undraverðum hætti í Thaílandi og Daníelle Kang eru 1 höggi á eftir og deila 7. sætinu á 4 undir pari 68 höggum.

Loks er Na Yeon Choi er ein af 9 kylfingum sem er T-11  á 3 undir pari, 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á HSBC Women´s Champions SMELLIÐ HÉR: