Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2018 | 18:00

LPGA: Ariya sigraði í Kingsmill mótinu

Það var thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn, sem sigraði á Kingsmill mótinu, móti sl. viku á LPGA.

Ariya, japanski kylfingurinn Nasa Hataoka og In Gee Chun frá S-Kóreu voru allar á 14 undir pari eftir 54 holur.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Ariya sigraði.

Ein í 4. sæti var kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson á samtals 13 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: