Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 05:00

Li 11 ára yngst til að spila á US Women´s Open

Lucy Li, 11 ára, mun keppa á risamótinu US Women´s Open í næsta mánuði en hún er sú yngsta til þess að komast í gegnum úrtökumót fyrir US Women´s Opne risamótið.

Hún tók þátt  í úrtökumóti  á Half Moon Bay’s Old golfvellinum og átti þar hringi upp á 74 og 68 og 7 högg á næstu keppendur.

Li  slær  eldra aldursmet, sem Lexi Thompson átti fyrir að vera yngst til þess að hjóta keppnisrétt í US Women´s Open risamótinu, en í ár fer það fram á Pinehurst í Norður-Karólínu.

Li er undrabarn í golfinu. Hún vann t.a.m í sínum aldursflokki í Drive, Chip and Putt Championship í Augusta, en það mót var haldið nú í vor í fyrsta sinn fyrir Masters risamótið.

Eins vann Li, þá aðeins 10 ára, sér inn keppnisrétt á US Women’s Amateur Public Links eftir að komast í gegnum úrtökumót.

Farið er að tala um Li sem næstu Lydiu Ko, Lexi Thompson eða Morgan Pressel í kvennagolfinu, en þær sigruðu allar á stórmótum ungar, Pressel tók m.a. þátt í US Women´s Open aðeisn 12 ára, áður en Lexi sló aldursmet Pressel, sem nú hefir aftur verið slegið af …. Li.