Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2011 | 10:00

Lexi Thompson og Sophie Gustafson unnu holukeppnina í Dubai

Sigurliðið Lexi Thompson og Sophie Gustafson!

Sophie Gustafson og Alexis Thompson sigruðu  Omega Dubai Ladies Masters Challenge holukeppnina, sem spiluð var í gær á par-3 golfvelli Emirates Golf Club í gær, mánudaginn 12. desember 2011.

Omega Dubai Ladies Masters hefst á morgun og holukeppnin var hugsuð sem skemmtileg upphitun.

Sophie og Lexi voru á samtals -4 undir pari 23 höggum og sigruðu helstu keppinauta sína Lauru Davies og Melissu Reid frá Englandi með 1 höggi. Bandarísku kylfingarinir og vinkonurnar Michelle Wie og Christina Kim urðu í 3. sæti á -1 undir pari, 26 höggum. Leikfyrirkomulag var Greensome.

Það var mikill fjöldi áhorfenda og áhangenda sem fylgdist með keppni kvengolfstjarnanna, en mótið í Dubai er lokamót Evópumótaraðar kvenna í ár.

Heimild: LET