Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2012 | 08:00

Lexi og Stacy Lewis hafa staðfest þátttöku í Australian Masters

Lexi Thompson, sem nú nýverið sigraði á Omega Dubai Ladies Masters og risamótstitilhafinn bandaríski, Stacy Lewis, hafa staðfest þátttöku sína í Gold Coast RACV Australian Ladies Masters. sem er fyrsta mót á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour) og mun fara fram í Royal Pines Resort í Queensland, dagana 2.-5. febrúar 2012.

Stacy Lewis

Framkvæmdastjóri mótsins Bob Tuohy var að vonum ánægður þegar hann gat staðfest þátttöku beggja stjarnanna: „Meðal þátttakenda verður enn á ný breitt svið hæfileikafóks ekki aðeins stjörnur dagsins í dag, s.s. Lewis heldur einnig framtíðarinnar. Mótið okkar hefir sannað sig að vera frábær uppeldisstöð (stjarna) – Stacy átti frábært ár 2011 og Lexi, nú, við höfum í langan tíma vitað af hæfileikum hennar og hlökkum til endurkomu hennar.“

Lexi, 16 ára, er ein af heitustu kylfingum heims. Hún vann fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður s.l. september á Navistar LPGA Classic og þar með yngsti sigurvegari á LPGA Tour. Svo vann hún 2. sigur sinn sem atvinnumaður á Omega Dubai Ladies Masters á Ladies European Tour í s.l. mánuði. (Desember 2011).

Meðal annars góðs árangurs hennar er 2. sætið á Evian Masters 2010, T-10 á US Women´s Open 2010, það að verða nr. 1 á áhugamannlista Golfweek 2009 og hún er einnig sú yngsta til að hafa öðlast þátttökurétt á US Women´s Open 2007, en hún var aðeins 12 ára.

Lexi varð 16 ára á Ladies Masters s.l. ár og verður 17 ára, 5 dögum eftir mótið þann 10. febrúar (innskot: en það virðist vera afmælisdagur margra stórkylfinga, s.s. Írisar Kötlu Guðmundsdóttur, GR, svo dæmi sé tekið).

„Ég er svo spennt að snúa aftur á fallegu Gullströndina og hefja keppnistímabilið á RACV Australian Ladies Masters, árið 2012. Ég er þakklát fyrir tækifærið að fara til Ástralíu og spila á frábærum velli með æðislegum styrktaraðila, sjálfboðaliðum og aðdáendum. Þetta á svo sannarlega eftir að vera frábært mót,“ sagði Lexi.

Nr. 10 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis, átti einstaklega flott keppnistímabil 2011. Fyrsti sigurinn á LPGA var sigur á risamóti, þegar hún hafði betur gegn nr. 1 í heiminum, Yani Tseng. Lewis spilaði lokahringinn töfrandi og vann með 3 högga mun, á hinu virta Kraft Nabisco Championship.

Lewis, 26 ára, var með 11 topp-10 árangra í 23 mótum, sem hún tók þátt í, þ.á.m. varð hún tvívegis í 2. sæti í Evían Masters og Canadian Women’s Open.  Hún varð í 4. sæti árið 2011 á peningalistanum með verðlaunafé upp á US$1,356,211.

Lewis sagði „Ég hlakka virkilega til að spila aftur á Gullströndinni (ens. Gold Coast) á RACV Australian Ladies Masters. Þetta er fullkominn staður fyrir mig að hefja 2012 keppnistímabilið. Ég átti svo frábærar stundir hér á síðasta ári og var svo nærri (sigri), ég vonast til að geta lyft bikarnum í þetta sinn. Mótið á sér svo frábæra sögu og mér myndi vera heiður af því að setja nafn mitt við hlið nafna á borð við Karrie Webb, Annika Sörenstam, Laura Davies (á verlaunagripinn) […].”

Heimild: LET