Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 14:00

LET: Ólafía T-44 e. 3. dag Estrella Damm

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, lék 3. hring á Estrella Damm mótinu á 69 höggum og er sem stendur T-44 eftir 3. dag mótsins.

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 3 undir pari, 210 höggum  (72 69 69).

Hollenska stúlkan Anne Van Dam hefir tekið afgerandi forystu í mótinu á 5 högg á þá sem næst kemur, en er búin að spila á glæsilegum 20 undir pari, 193 höggum (64 64 65).

Í 2. sæti er Solheim Cup kylfingurinn Caroline Hedwall, en hún hefir spilað á samtals 15 undir pari, 198 höggum (69 67 62) og átti lægsta skorið í dag eftir 3. hring; stórglæsileg 62 högg þar sem Hedwall skilaði skollalausu skorkorti með  9 fuglum og 9 pörum.

Sjá má stöðuna á Estrella Damm með því að SMELLA HÉR: