
LET & LPGA: So Yeon Ryu og Haeji Kang leiða á Ricoh Women´s British Open eftir 1. dag
Ricoh Opna breska risamót kvenna hófst í dag á Royal Liverpool golfvellinum í Hoylake.
Það eru tvær kóreanskar sem deila forystunni eftir 1. dag, þær So Yeon Ryu og Haeji Kang sem voru á 2 undir pari, 70 höggum.
Þetta er hæsta skor í 18. holu keppni mótsins frá því það varð risamót 2001 og greinilegt að keppendur áttu í vandræðum með þröngar brautirnar og komast hjá þykkum karganum í rokinu.
Kang sagði m.a. eftir hringinn: „Ég byrjaði á skolla en tókst að ná mér upp úr því og halda ró minni. Sérstaklega í þessháttar risamóti verður maður að vera rólegur Járnaaðhöggin mín voru næstum öll 6 metra frá pinna.“
So Yeon Ryu, sem eins og allir vita sigraði á Jamie Farr Toledo Classic á LPGA í ár vann Hanwha Finance Classic á kóreönsku LPGA í síðustu viku, en eitthvað hefir farið hljóðar um það. Hún var með 5 fugla og 3 skolla í dag.
Þetta er í fyrsta sinn sem hin 22 ára Ryu spilar á Opna breska. Hún sagði eftirfarandi eftir hringinn: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á Opna breska og í fyrsta sinn sem ég kem til Englands, þannig að allt er ný reynsla fyrir mig.“ Hún sagði að það gæti líka hvesst heilmikið í Kóreu og hún væri vön aðstæðunum.
Áhugamaðurinn enski Charley Hull er í 3. sæti á 71 höggi, en sætinu deilir hún með risastórum hópi kylfinga m.a. Ai Miyazato og Jiyai Shin.
Nr. 1 á heimslista kvenna, Yani Tseng, sem á titil að verja var á sléttu pari, 72 og deilir 12. sætinu ásamt enn öðrum stórum hópi sem í er m.a. yngsti keppandi mótsins Lydía Ko frá Nýja-Sjálandi.
Lexi Thompson er á 2 yfir pari og deilir 42. sætinu og hin skoska Carly Booth átti afleitan dag, var á 5 yfir pari, 77 höggum og deilir 95. sætinu.
Til þess að sjá stöðuna á Ricoh Women´s British Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024