Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2012 | 17:00

LET: Catriona á titil að verja á Opna skoska kvennamótinu sem hefst n.k. föstudag

Á föstudaginn n.k. 3. maí 2012 hefst Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open styrkt af EventScotland 1 á Archerfield Links á hinum sögufræga stað East Lothian í Skotlandi.

Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET).

Verðlaunaféð sem keppt er um er €218,040.

Þetta er 3 daga mót og lýkur sunnudaginn 5. maí 2012.

Sú sem á titil að verja er hin skoska Catriona Matthew.

Allur rjómi evrópskra kvenkylfinga tekur þátt í mótinu.