Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2012 | 17:25

LET: Caroline Masson sigraði á South African Women´s Open í dag

Dagurinn í dag líður Caroline Masson eflaust seint úr minni. Í dag vann hún nefnilega fyrsta titil sinn á Evrópumótaröð kvenna. Það gerðist í Kwa-Zulu Natal í Suður-Afríku á South African Women´s Open, sem lauk í dag.

Caroline spilaði á samtals 1 undir pari og var sú eina sem var með heildarskor undir pari. Samtals spilaði hún hringina 3 á 215 höggum (69 75 71).

„Ég er svo ánægð. Þetta var erfitt í vindinum  í dag,“ sagði Caroline Masson, sem alltaf er kölluð Caro í Þýskalandi.  Þegar hvassast var, varð að fresta mótinu í 1 tíma en vindhraðinn fór í 81 km/klst.

Öðru sætinu deildu „heimakonan“ Lee-Anne Pace og golfboltabaðkersdaman Danielle Montgomery en þær voru hvor um sig aðeins 1 höggi á eftir Caro Masson.  Fjórða sætinu deildu enn önnur heimakona Tandi Cunningham með frönsku stúlkunni Joanna Klatten, en þær spiluðu á samtals 1 yfir pari, samtals 217 höggum, og voru 2 höggum á eftir Masson.

Til þess að sjá úrslitin á South African Women´s Open SMELLIÐ HÉR: