
LET: Belen Mozo byrjar vel á Sikiley
Hin spænska Belen Mozo tók forystuna snemma á Opna sikileyska (ens.: Sicilian Ladies Italian Open ) undir heiðbláum himni Il Picciolo Golf Club núna í morgun.
Þessi 23 ára stúlka frá Cadiz, sem var meistari British Amateur fékk fugla á fyrstu 3 holunum og náði 1 höggs forystu fram yfir Rebeccu Hudson, sem er slöpp í bakinu, en var að öðru leyti í góðu formi því hún setti niður fugla á 4. og 6. holu.
Hæst rankaði ítalski kylfingurinn, Giulia Sergas frá Trieste byrjaði líka vel með fugl á fyrstu og það sama er að segja um ítölsku stúlkurnar Sophie Sandolo og Stefania Croce, Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku og Garrett Phillips frá Bandaríkjunum.
Klara Spilkova, Laura Diaz, Beth Allen og Florentyna Parker voru meðal þeirra, sem áttu sólíd byrjun, byrjuðu á parinu.
Melissa Reid var hins vegar +1 yfir pari snemma og það sama er að segja um sigurvegara Lacoste Ladies Open de France í síðustu viku, Felicity Johnson og Becky Brewerton frá Wales.
Hin bandaríska Christina Kim er hinn Solheim Cup kylfingurinn í mótinu og fer út kl. 12:05, í dag. Hún spilar með löndu sinni Kim Welch, sem komst inn í mótið þegar hin ítalska Diana Luna dró sig úr keppni af persónulegum ástæðum, og Virginie Lagoutte-Clement frá Frakklandi.
Sjá má stöðuna á mótinu eftir 1. dag með því að smella HÉR:
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore