
Lee Westwood sigraði í Shui On Land China Golf Challenge
Nokkuð sérstakt mót fór fram í Kína, þar sem 3 af þekktustu kylfingum heims: Lee Westwood, Rory McIlroy og Ian Poulter kepptu við þekktasta kylfing Kína: Liang Wen-chong. Spilaðar voru 18 bestu golfholur á völlum í Kína. Var m.a. ferðast 5600 km leið til þess að komast milli valla. Að loknum 18 spiluðum holum voru Lee Westwood og Liang Wen-chong jafnir og kom því til umspils milli þeirra, sem Westwood vann. Mótið var gert fyrir kínverska sjónvarpið en golf er vaxandi íþróttagrein í þessu fjölmennasta ríki veraldar, en til marks um það er að gífurleg uppbygging golfvalla hefir átt sér stað í Kína á undanförnum árum.
„Ég held að mér gangi vel í Asíu vegna þess að ég aðlagast vel. Ég laga mig að grasinu hér og menningunni og matnum. Að spila golf á heimsvísu snýst um góða aðlögunarhæfni,” sagði Lee Westwood að loknum sigrinum, en hann hefir verið nr. 2 á heimslistanum s.l. 12 mánuði.
„Mér þótti gaman að spila við Liang í þessari viku. Ég þekki hann og hef spilað með honum mörgum sinnum, en í þessari viku höfum við búið inn á hver öðrum og varið miklum tíma saman þannig að maður kynnist enn betur. Hann hefir góðan húmor og skemmtir sér yfir brandörum. Hann hefir gefið mér nokkrar perlur og ég svaraði fyrir mig og ég held að það sé það besta í þessari viku. Það er það sem laðaði mig að keppninni, virkilega.”
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024