
Lee Westwood sigraði í Shui On Land China Golf Challenge
Nokkuð sérstakt mót fór fram í Kína, þar sem 3 af þekktustu kylfingum heims: Lee Westwood, Rory McIlroy og Ian Poulter kepptu við þekktasta kylfing Kína: Liang Wen-chong. Spilaðar voru 18 bestu golfholur á völlum í Kína. Var m.a. ferðast 5600 km leið til þess að komast milli valla. Að loknum 18 spiluðum holum voru Lee Westwood og Liang Wen-chong jafnir og kom því til umspils milli þeirra, sem Westwood vann. Mótið var gert fyrir kínverska sjónvarpið en golf er vaxandi íþróttagrein í þessu fjölmennasta ríki veraldar, en til marks um það er að gífurleg uppbygging golfvalla hefir átt sér stað í Kína á undanförnum árum.
„Ég held að mér gangi vel í Asíu vegna þess að ég aðlagast vel. Ég laga mig að grasinu hér og menningunni og matnum. Að spila golf á heimsvísu snýst um góða aðlögunarhæfni,” sagði Lee Westwood að loknum sigrinum, en hann hefir verið nr. 2 á heimslistanum s.l. 12 mánuði.
„Mér þótti gaman að spila við Liang í þessari viku. Ég þekki hann og hef spilað með honum mörgum sinnum, en í þessari viku höfum við búið inn á hver öðrum og varið miklum tíma saman þannig að maður kynnist enn betur. Hann hefir góðan húmor og skemmtir sér yfir brandörum. Hann hefir gefið mér nokkrar perlur og ég svaraði fyrir mig og ég held að það sé það besta í þessari viku. Það er það sem laðaði mig að keppninni, virkilega.”
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska