Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 5 – Mungo Park

Mungo Park (1835–1904) var hluti frægrar, skoskrar golffjölskyldu. Hann fæddist í Quarry House í Musselburgh, sem var einn af bæjunum sem sá um Opna breska á árunum 1870-1880. Hann lærði að spila golf sem strákur, en varði síðan 20 árum ævinnar sem sjómaður. Hann sneri aftur til heimabæjar síns 1870 og vann Opna breska 1874 á Musselburgh linksaranum. Sigurskorið hans voru 159 högg á 36 holum.  Hann varði afgangi ævinnar sem golfvallarhönnuður, golfkennari og kylfusmiður.

Bróðir Mungo, Willie Park eldri og frændi hans Willie Park yngri (sem fjallað verður um á morgun) unnu báðir Opna breska í árdaga mótsins.

Heimild: Wikipedia