
Kylfingar 19. aldar: nr. 4 – Willie Park eldri
William „Willie“ Park, eldri (f. 30. júní 1833 – d. 25. júlí 1903) fæddist í Musselburgh í Skotlandi. Líkt og margir atvinnukylfingar í árdaga nútíma golfs þá byrjaði Wille eldri sem kaddý. Seinna rak hann sinn eiginn golfverkfæra bissness. Á vellinum vann hann sér inn peninga í svonefndum áskorendamótum (ens. Challenge matches), gegn mönnum á borð við Old Tom Morris, Willie Dunn og Allan Robertson, en þetta var eitt vinsælasta keppnisform í mótum á hans tíma.
Willie Park eldri var hávaxinn, sterkbyggður maður, högglangur og framúrskarandi púttari, en stundum lenti hann í vandræðum vegna of aggressívs leiks. Hann fór fram úr hinum eldri Willie Dunn, 20 ára að aldri og ferðaðist til St. Andrews linksarans til þess að spila og læra á völlinn. Hann gaf út formlega áskorun á Allan Robertson, árið 1853, sem var almennt viðurkenndur sem besti kylfingurinn, en Allan tók ekki áskorun hans um spil við sig. Það var venja þess tíma að besti kylfingurinn gat hafnað slíkri áskorun án þess að orðspor hans biði hnekki. Wille Park eldri var umdeildur vegna agressívrar auglýsingamennsku á sjálfum sér, en það leiddi til aukinnar samkeppni, fleiri blaðafyrirsagna, fleiri golfkeppna og móta og þróunnar atvinnumennsku í golfíþróttinni. Eins jók þetta innkomu kylfinga á borð við hann sjálfan, Old Tom Morris og Allan Robertson.
Willie Park eldri er best þekktur fyrir að vera sigurvegari 4 Opinna breskra risamóta, þ.á.m. fyrsta mótsins, 1860, þegar keppendur voru aðeins 8. Aðrir sigrar fylgdu árin 1863, 1866 og 1875. Wille Park var (ásamt Tom Morris yngri) handhafi flestra titla á Opna breska, þar til James Braid hlaut 5. titil sinn árið 1910.
Bróðir Willie Park eldri, Mungo og sonur hans Willie yngri unnu einnig Opna breska.
Heimild: Wikipedia
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi