Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 15 – Jack Simpson

Jack Simpson (f. 15. júlí 1858 – d. 30. nóvember 1895) var skoskur kylfingur. Hann fæddist í Earlsferry, Fife og var einn af 6 bræðrum, sem allir spiluðu golf. Jack Simpson spilaði mestalla ævi golf í Carnoustie. Hann var kröftugur en ekki mjög nákvæmur kylfingur.

Jack Simpson sigurvegari Opna breska 1884

Hann sigraði Opna breska í Prestwick, 1884 með skor upp á 160 á 36 holum, þrátt fyrir að fá 9 högg á 2. braut.  Sigurlaun hans voru £10. Hann vann aldrei aftur á Opna breska og varði seinni hluta stuttrar ævi sinnar við kylfusmíðar. Jack Simpson dó 1895, aðeins 37 ára að aldri.

Heimild: Wikipedia