
Kylfingar 19. aldar: nr. 14 – Beatrix Hoyt
Beatrix Hoyt (f. 5. júlí 1880 – d. 14. ágúst 1963) var bandarískur meistari áhugamanna í golfi. Beatrix Hoyt er 3. yngsti kylfingurinn til þess að sigra á United States Women´s Amateur Golf Championship og er ein af aðeins 5 til þess að sigra mótið 3 sinnum í röð.
Beatrix fæddist í Westchester County, New York og er barnabarn Salmon P. Chase (1808-1873), sem var fjármálaráðherra í stjórn Lincoln forseta, sem síðar varð dómstjóri (ens.: Chief Justice) við Hæstarétt Bandaríkjanna.
Beatrix byrjaði 14 ára að spila golf en hún var félagi í Shinnecock Hills Golf Club í Southampton, New York, sem hvatti unglinga og konur til þess að byrja í golfi. Hún var aðeins 16 ára þegar hún sigraði á United Women´s Amateur Golf Championship og hélt hún þessu aldursmeti þar til Laura Baugh sló það árið 1971. Hún vann mótið næstu tvö ár, eins og áður segir. Hún var líka sú af konunum sem var með lægsta skorið á úrtökumótinu fyrir aðalmótið og hélt því 5 ár í röð. Árið 1896 var 2. árið sem mótið var haldið og það fyrsta sem Robert Cox bikarinn var afhentur sigurvegaranum þ.e. Beatrix Hoyt.
Með félaga sínum William Sands vann Beatrix blandaðan fjórmenning í Westchester Country Club árið 1897. Aðeins 19 ára að aldri hætti hún að keppa í golfi eftir að hún tapaði fyrir Margaret Curtis í undanúrslitum í mótinu árið 1900 og vann alla ævi sem höggmyndasmiður og sem málari landslagsmynda. Beatrix átti langa og góða ævi, dó 83 ára.
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða