
Kvikmynd um unglingsár Seve Ballesteros væntanleg
Seve Ballesteros var einn af bestu kylfingum okkar tíma, en mikið af ungu kynslóðinni í dag veit ekkert um Spánverjann með sterka persónuleikann nema kannski af myndböndum og bókum. Fæstir vita nokkuð um uppvaxtarár Seve, sem ólst upp í sárustu fátækt, kvæntist inn í eina ríkustu ætt Spánar, vann hvern sigurinn á fætur öðrum í golfheiminum þ.á.m. 5 risamót, kom Spán ef ekki Evrópu á blað í golfinu, skildi við konu sína, þjáðist af bakverk, sem varð til þess að hann dró úr keppnisgolfinu og barðist að lokum (frá árinu 2008) við heilaæxli, sem bar hann ofurliði 7. maí á þessu ári.
Nú hefir hinn margverðlaunaði Stephen Evans hafið undirbúning að gerð kvikmyndar um uppvaxtarár Seve. „Við fjöllum um unglingsár hans sérstaklega frá 16 -19 ára aldurs,” sagði Evans. „Þið munuð aldrei skilja Ballesteros og munuð aldrei finna til þeirrar samkenndar með honum sem hann á skilið nema þið þekkið æsku hans,” sagði Evans, en leit er hafin að leikurum, sem líkjast Ballesteros þegar hann var 16-19 ára.
Við hér á Golf 1 stingum upp á hinum unga Matteo Manassero í hlutverkið – hann hefir útlitið og bæði gæti hann leikið golfsenurnar glimrandi og svo er hann sjálfur mikill aðdáandi Seve , (sbr. greinaflokk um MM, sem birtist hefir hér á Golf 1 undir heitinu: ungi, ítalski ástríðukylfingurinn – en síðasta greinin af 5 um MM fer í birtingu í kvöld).
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open