Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2011 | 10:15

John Senden og Greg Chalmers fóru holu í höggi á Australian PGA Championship – Marcus Fraser leiðir þegar mótið er hálfnað

Nú um helgina fer fram Australian PGA Championship á Coolum golfvellinum í Queensland.  Saman í holli fyrstu tvo dagana voru Greg Chalmers, John Senden og bandaríski kylfingurinn Bubba Watson, sem er sá eini í hollinu sem ekki hefir farið holu í höggi á mótinu. Hinn örvhenti Chalmers fór nefnilega holu í höggi á 1. hring í gær, hann horfði á eftir boltanum skoppa 3-4 sinnum að miðju pinnans á 173. yarda (158 metra) 2. holu Coolum golfvallarins á Hyatt Regency golfstaðnum.

Í dag, fór landi hans og hollfélagi, John Senden holu í höggi á sömu holu. Spurning hvort Bubba nái ás um helgina?

Þegar mótið er hálfnað leiðir Marcus Fraser á samtals -11 undir pari, samtals 133 höggum (68 65). Í 2. sæti er hinn áslausi Bubba á samtals -9 undir pari (67 68) og í 3. sæti er K.T Kim á -8 undir pari (69 67).

Til þess að sjá stöðuna á Australian PGA Championship smellið HÉR: