
Jim Huber golffréttaskýrandi hjá Turner Sports látinn – 67 ára
Jim Huber, golffréttaskýrandi hjá Turner Sports, lést í gær, mánudaginn 2. janúar 2012, í Atlanta, Georgíu. Hann var 67 ára.
Kapalsjónvarpsfréttastöðin sagði að ekkert hefði verið gefið upp um dánarorsök.
Í fréttatilkynningu frá Turner Broadcasting System, Inc., sagði að Jim Huber hefði unnið til Emmy verðlauna fyrir ritgerðir sínar og hefði komið í fullt starf hjá Turner Sports árið 2000 og verið golffréttaskýrandi, sem lýsti mörgu móti atvinnukylfinga, sem og NBA leikjum.
Jim Huber vann áður sem þulur og fréttamaður hjá CNN/Sports Illustrated og þáttastjórnandi í Pro Golf Weekly hjá CNN og Sporting Life with Jim Huber.
David Levy, forseti sölu, dreifingar og íþróttamála hjá Turner sagði í fréttatilkynningu að alls hefði Jim Huber starfað í 27 ár hjá fyrirtækinu. Í tilkynningunni saagði m.a.: „Turner Broadcasting fjölskyldan hefir orðið fyrir miklum missi og við erum sorgmædd yfir andláti starfsfélaga okkar og vinar.“
Heimild: ESPN Sports
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?